Skip to content
22 apr'22

Ruslatýnsla á umhverfisdegi

Allir nemendur Klébergsskóla fóru um hverfið í dag og týndu rusl á þessum degi sem er helgaður umhverfisvernd. Eitt og annað kom upp úr skurðum og grassverði og enn er eitt og annað eftir, ef einhverjir vilja bæta um betur við að hreinsa umhverfið.

Nánar
19 apr'22

Það er að koma sumar!

Róla, kríta, hoppa, kasta, leika og lifa. Það er alveg að koma sumar og nemendur og starfsfólk kunna svo sannarlega að meta þær stundir sem hægt er að vera úti í blíðviðrinu eins og í dag.

Nánar
08 apr'22

,,Ég var ekkert veik“

Árshátíð Klébergsskóla fyrir 1.-7. bekk var haldin í gær og að þessu sinni máttu allir koma og var húsfyllir. Nemendur kunnu að meta að hafa áhorfendur og áhorfendur kunnu að meta það sem nemendur höfðu fram að færa bæði í leiksýningum, söng, dansi og hljóðfæraleik. Kaffi, kökur og kruðerí var svo borið fram að lokinni…

Nánar
06 apr'22

Undirbúningur fyrir árshátíð í fullum gangi

Æfingar fyrir árshátíð hafa staðið yfir síðustu vikur og daga. Á morgun verður stóri dagurinn og hefst árshátíðin kl. 17:30.  Það verður gaman að sjá herlegheitin og vonandi verða allir frískir og sprækir fyrir hátíðina.

Nánar
01 apr'22

Árshátíðarundirbúningur

Nemendur eru í óða önn að undirbúa árshátíð. Þessa dagana hafa unglingarnir stillt upp  árshátíðarþema í klæðaburði fyrir skólann, en 1.-7. bekkur undirbúið leikatriði fyrir sína árshátíð. Unglingarnir ríða á vaðið með árshátíð í kvöld kl. 19:30 og stefnir í mikla hátíð. 1.-7. bekkur verður svo með sína hátíð næsta fimmtudag kl. 17:00.

Nánar
29 mar'22

6. og 7. bekkur í Perlunni

Nemendur 6. og 7. bekkjar fóru á sýninguna Vatnið í Perlunni í vikunni. Vatnið var í mismunandi forum þar inni og mikill fróðleikur um gæði þess, gerð og leið þess um landið okkar.

Nánar
11 mar'22

,,Gaggó Vest“

Föstudagssamveran í morgun bar þess merki að samkomutakmörkunum hefur verið létt, foreldrar fengu að horfa á nemendur 6. bekkjar flytja atriði sem búið er að æfa síðustu vikur, ,,Gaggó vest” ásamt fleiri atriðum. Krakkarnir enduðu svo á að fá áhorfendur til að syngja með og dansa í restina, við góðar undirtektir.

Nánar
11 mar'22

7. bekkur í skólabúðum

7. bekkur hefur dvalið í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði síðan á mánudag, með einum skóla úr Reykjavík og fimm litlum skólum af Norðurlandi eystra. Þau munu svo sannarlega koma heim með dýrmæta inneign í reynslubankanum sínum, því þar hafa þau öðlast meira sjálfstæði, eignast nýja vini og skapað skemmtilegar minningar, en einnig tengst sterkari…

Nánar