Skip to content
15 jan'21

Handritin til barnanna

Nemendur miðstigs Klébergsskóla fengu áhugaverða heimsókn í gær, heimsókn frá fræðurum á vegum verkefnisins Handritin til barnanna. Árnastofnun gengst fyrir verkefninu í tilefni af því að í vor verða 50 ár liðin frá heimkomu handritanna, sum hver allt að 800 ára gömul og geyma lög og sögu Íslendinga . Fræðararnir voru þeir Snorri Másson BA í…

Nánar
15 jan'21

Gjafir frá Osló vinaborg Reykjavíkurborgar!

Eins og margir vita er Osló, höfuðborg Noregs, vinaborg Reykjavíkurborgar. Árlega hefur Reykjavíkurborg hlotið stórt afskorið grenitré að gjöf frá Osló, sem hefur verið komið fyrir á Austurvelli, skreytt með ljósum sem hafa verið tendruð á aðventunni. Nú hefur orðið sú breyting á að ekki var gefið tré að gjöf, heldur bækur eftir norska höfunda…

Nánar
17 des'20

Hátíð ljóss og friðar!

Jólafrí Klébergsskóla er nú gengið í garð. Fyrsti skóladagur á nýju ári er 5. janúar 2021. Kátakot er opið fyrir þau börn sem þegar hafa verið skráð. Beinn sími í Kátakot er 4117172 eða GSM 6648270.

Nánar
17 des'20

Senn koma jólin

Þá er alveg að hringja í jólafrí nemenda í Klébergsskóla. Nemendur að halda stofujól  með sínum bekk og umsjónarkennara. Í gær var jólaskemmtun sem byrjaði á helgileik 1.-3. bekkjar, sem fór svo inn á yngsta stig þar sem þau dönsuðu í kringum jólatré og fengu heimsókn tveggja félaga. 4.-10. bekkur voru áfram inni í sal…

Nánar
14 des'20

Hinn hefðbundni íslenski jólamatur

Á hverju ári býður Klébergsskóli nemendum í jólamat í desember. Í ár á föstudaginn var. Byrjað var á að horfa á leikrit 5. bekkjar  sem lék 10. bekkinn eins og hefð er fyrir í Klébergsskóla. Nemendur 10. bekkjar gátu séð ýmislegt spaugilegt við sjálfa sig og bekkjarfélaga sína þegar aðrir tóku sig til og sýndu…

Nánar
10 des'20

Smákökur og kakó með rjóma!

Foreldrafélag Klébergsskóla tók sig til og bauð nemendum upp á kakó með rjóma og smákökur ýmist til að skreyta eða bara njóta. Nemendur voru himinglaðir og voru í essinu sínu að skreyta piparkökur, jólakort eða bara stofuna sína yfirleitt, ef þau þá sátu ekki bara og spiluðu og hlustuðu á jólatónlist. Nemendur Klébergsskóla þakka kærlega…

Nánar
07 des'20

… því hann var nú fæddur í líkingu manns!

Aðventuundirbúningur er í fullum gangi í Klébergsskóla. Yngsta stigið æfir nú af kappi aðventuleikinn sem verður sýndur nemendum á föstudaginn kemur, ef Guð lofar, a.m.k. einhverjum hluta nemenda samkvæmt þeim reglum sem þá verða í gildi um samkomuhald.  

Nánar
01 des'20

Jólasöngur í ,,sölum“

Í dag hófst jólasöngurinn í Klébergsskóla þó hann væri með óhefðbundnum hætti. Sveinn tónlistarkennari gekk á milli hópa með trompet og spilaði undir. Nemendur eru sannarlega komnir í jólaskap!

Nánar
01 des'20

,,Gimsteinar á jörðunni“

Í síðustu viku áttu börnin á Bergi skemmtilega stund í útikennslustofunni. Þau fóru með vasaljósin að leita að endurskinsmerkjum sem björgunarsveitin Kjölur gaf leikskólanum. Endurskinsmerkin glitra svo fallega á jörðinni í dimmunni þegar geislinn af vasaljósunum lendir á þeim. Börnunum fannst þetta vera geimsteinar/gimsteinar á jörðinni 😊 Svo fengum við okkur kakó og piparkökur 😊

Nánar
30 nóv'20

Stuttmyndin Skrímslaveiðar

Nokkrir krakkar í unglingadeildinni tóku sig saman og bjuggu til sína fyrstu stuttmynd í frítíma sínum. Þetta sýnir okkur að allt er hægt ef að áhuginn er fyrir hendi. Hægt er að sjá hana á youtube.com

Nánar