Skip to content
15 mar'23

Fljúgandi teppi á Bergi

  Menningarmótsverkefnið, sem er líka þekkt undir nafninu “Fljúgandi teppi”, er aðferð hugsuð til þess að varpa ljósi á styrkleika, fjölbreytta menningarheima og áhugasvið barnanna. Teppi kemur fljúgangi á morgnana með bréf frá löndum barnanna (löndin okkar eru Polland, Litháen , Moldavia, Ukraina, Finnland, Thailand, Færeyjar, Filipseyjar, Ungverjaland, Island ) í bréfinu eru upplysingar um…

Nánar
24 feb'23

Konudaginn á Bergi

Á mánudaginn 20 febrúar héldum við Konudaginn hátíðlegan hér á Bergi. Margar mömmur og ömmur komu til okkar, fengu kaffi og allskonar meðlæti. Þær voru svo leystar út með gjöfum en börnin voru búin að gera blóm í tilefni dagsins. Takk fyrir komuna það var svo gaman að fá ykkur í heimsókn.

Nánar
24 feb'23

Öskudaginn í leikskólann

Á Öskudaginn mættu svo margar furðuverur í leikskólann. Við slógum köttinn úr tunnunni en það var svo enginn köttur þar (sem betur fer) bara rúsínur sem furðuverurnar gæddur sér á. Svo var dansað og sungið og allir skemmtu sér konunglega.

Nánar
08 feb'23

Gjöf til leikskólans Berg frá Kvenfélaginu í Kjósarhreppi

Við vorum svo heppin hér á Bergi að Kvenfélagið í Kjósinni færði okkur veglega gjöf 🙂 Þetta eru kubbar frá Krumma sem nýtast sérstaklega vel fyrir yngstu börnin. Kubbarnir bjóða uppá ýmsa möguleika sem styrkir líkamlegan þroska þeirra og ýtir undir sköpunargáfu barnanna. Við þökkum af öllu hjarta fyrir þessa veglegu gjöf.

Nánar