mentor  vidbrogd vid ovedri  outlook mail logo info.gif

Göngum í skólann

Nemendur Klébergsskóla taka þátt í verkefninu GÖNGUM Í SKÓLANN sem hefst miðvikudaginn 6. september. 

Tilgangur verkefnisins er að hvetja nemendur til að nýta virkan ferðamáta til og frá skóla, ganga, haupa eða hjóla.  Þar sem margir nemendur eiga um langan veg að sækja og hafa ekki tækifæri til að ganga í skólann verður einnig hægt að ganga í frímínútum í staðinn.  

Næstu tvær vikurnar munu kennarar skrá niður hverjir taka þátt og að því loknu munum við veita stigahæsta bekknum GULLSKÓINN að launum.

Við hvetjum alla til að nýta virkan ferðamáta og stuðla þannig að bættri heilsu og minni mengun.

Nánar má lesa um verkefnið á heimasíðu þess: http://www.gongumiskolann.is/