mentor  vidbrogd vid ovedri  outlook mail logo info.gif

Klébergsskóli á grænni grein

Upphafið
Skrefin sjö

Klébergsskóli er nú "skóli á grænni grein" þar sem hann tekur nú þátt í Grænfánaverkefninu. Verkefnið er á vegum Landverndar og þeir skólar sem taka þátt í því eru að vinna að því að mega flagga Grænfánanum. Skólinn hóf verkefnið formlega á umhverfisdaginn þann 29. apríl s.l. Allur dagurinn var helgaður verkefninu með fjölbreyttum verkefnum bæði utan- og innandyra og tókst í alla staði vel.

Markmið Klébergsskóla í umhverfismálum eru :Grænfáninn

  • Flokka og endurvinna pappír

  • Setja okkur umhverfisstefnu

  • Semja umhverfissáttmála

  • Draga úr einnota umbúðum

  • Auka markvisst meðvitund skólasamfélagsins um umhverfisvernd

  • Setja umhverfismennt inn í skólanámsskrá

  • Skipta hreinsiefnum út fyrir umhverfisvæn

Á vef landverndar segir um verkefnið:

"Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau auka þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri."