Skip to content

Borgarbókasafnið á Klébergi opnar í dag

Fimmtudaginn 25. maí  klukkan 16:00, opnar Borgarbókasafnið nýtt bókasafn á Kjalarnesi, Borgarbókasafnið Klébergi.

Borgarbókasafnið Klébergi, samsteypusafn almennings- og skólabókasafn á Kjalarnesi.

Borgarbókasafnið Klébergi er allra nýjasta bókasafn Reykjavíkur. Bókasafnið er lítið og notalegt en stútfullt af fjölbreytum safnkosti fyrir alla aldurshópa.

Þar er t.d nokkuð af bókum á pólsku en eins er alltaf hægt að panta bækur frá hinum borgarbókasöfnunum sjö og fá þær sendar á Kléberg.

Öllum er velkomið að nýta aðstöðuna á bókasafninu á opnunartíma þess.

Bóksafnið er opið fyrir nemendur og almenning tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum frá klukkan 14:00 og 18:00.

Bókasafnið er opið nemendum þriðjudaga og miðvikudaga frá 08:00 til 12:30. Þess utan hafa kennarar og starfsfólk Klébergsskóla aðgang að bókasafninu og geta sótt þangað safnkost með nemendum eða notað rýmið á annan hátt.

Verið velkomin á bókasafnið.

Sjá frétt á vef Borgarbókasafns.  https://borgarbokasafn.is/vidburdir/spjall-og-umraedur/borgarbokasafnid-klebergi-opnar-kjalarnesi