Vortónleikar 2023 – …börn sem biðja um frið

,,…Þá verður jörðin fyrir alla?“ sungu börnin í lok vortónleikanna í Tónlistarskólanum á Klébergi í gær við undirleik Hallvarðar með Anhelinu sem forsöngvara. 32 börn spiluðu á tónleikunum ýmist eitt eða tvö lög þar af var eitt tónverkið flutt af myndbandsupptöku.
Það lýður að lokum kennslu í tónlistarskólanum þetta skólaárið og hvetjum við foreldra til að sækja um í tíma fyrir áframhaldandi tónlistarnám fyrir sitt barn fyrir næsta skólaár. Lokafrestur til að sækja um tónlistarnám í Tónlistarskólanum á Klébergi fyrir skólaárið 2023-2024 er 20. ágúst 2023.
Við leyfum myndunum af tónleikunum að segja sína sögu.
Krakkar takk fyrir hljóðfæraleikinn. Gleðilegt sumar!