Skip to content

Stóra upplestrarkeppnin

Á mánudaginn var fór fram lokakeppnin í Stóru upplestrarkeppninni fyrir skólahverfi 4, Grafarvog og Kjalarnes.  Eins og vant er voru nemendur úr 7. bekk að keppa sín í milli, einir sjö grunnskólar og fóru Lilly Marije og Dagbjört Freyja fyrir hönd Klébergsskóla.  Vinningshafar voru þau Vigdís Lilja Þórólfsdóttir frá  Rimaskóla, sem hreppti fyrsta sætið, Júlía Björt Sigursteinsdóttir frá Húsaskóla fékk annað sæti og Jökull Freyr Vignisson frá Hamraskóla lenti í þriðja sætið.

Keppnin fór fram í Grafarvogskirkju og lásu keppendur upp texta og ljóð. Krakkarnir stóðu sig öll vel og óskum við vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn!