Skip to content

Fljúgandi teppi á Bergi

 

Menningarmótsverkefnið, sem er líka þekkt undir nafninu “Fljúgandi teppi”, er aðferð hugsuð til þess að varpa ljósi á styrkleika, fjölbreytta menningarheima og áhugasvið barnanna.

Teppi kemur fljúgangi á morgnana með bréf frá löndum barnanna (löndin okkar eru Polland, Litháen , Moldavia, Ukraina, Finnland, Thailand, Færeyjar, Filipseyjar, Ungverjaland, Island ) í bréfinu eru upplysingar um landið t.d. hvaða dýr lifa í landinu, matur landsins og náttúra.

Börnin fá tækifæri til að kynna sína persónulegu menningu, tungumál og áhugamál á skemmtilegan hátt og í hvetjandi umhverfi. Ekki er endilega um að ræða að miðla þjóðarmenningu eða upprunamenningu heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem skiptir hann mestu máli eða vekur áhuga hans – það sem er í uppáhaldi.

Börnin eru hvött til að nota margskonar tjáningarform (myndir, texta, frásögn, myndbönd, tónlist, hluti eða annað) á kynningunni þar sem hver og einn fær sitt eigið svæði.

 

Ef ýtt er á linkinn er hægt að sjá myndband af söng barnanna.

20230314_103031