Skip to content

,,Öskudagskóngar“ í Klébergsskóla 2023

Það var líf og fjör í nemendum á öskudaginn og mikið um dýrðir þegar búningar eru annars vegar. Gaman var að sjá bæði unga sem aldna klæða sig upp í líki alls kyns furðuvera. Frímínutur voru teknar inni til að ,,gervið“ entist þeim daginn, en við náðum góðri mynd af hópnum úti áður en farið var inn í íþróttasal að slá köttinn úr tunnunni. Eftir mikinn ,,barning“ náðist að ,,slá köttinn úr tunnunni“, þeir voru reyndar tveir svo röðin yrði ekki allt of löng, en ,,tunnurnar“ voru svo kyrfilega límdar að erfitt var að komast í gegnum ytra byrðið. Öskukóngar voru þær Dagbjört í 7. bekk og Alexía í 5. bekk og óskum við þeim til hamingju með titilinn. Skóladagurinn endaði á pítsuveislu sem féll vel í kramið hjá þeim sem nutu.