Konudaginn á Bergi

Á mánudaginn 20 febrúar héldum við Konudaginn hátíðlegan hér á Bergi. Margar mömmur og ömmur komu til okkar, fengu kaffi og allskonar meðlæti. Þær voru svo leystar út með gjöfum en börnin voru búin að gera blóm í tilefni dagsins. Takk fyrir komuna það var svo gaman að fá ykkur í heimsókn.