Vel lukkuð skíðaferð unglingastigs

,,Mig langaði að gráta þegar við vorum að fara heim“ varð einum kennaranum að orði þegar hann lýsti upplifun sinni af skíðaferðinni og skíðafærinu sem var daginn sem farið var heim. Ferðin heppnaðist vel. Það var gott skíðafæri og síðasta daginn frábært veður til útivistar svo það var ekki að undra þó það væri eftirsjá í því að þurfa að fara heim. Sumir fóru aftur á skíði seinna um daginn, eftir að ferðinni með unglingastiginu lauk, til að njóta veðurblíðunnar sem þá var.