Gjöf til leikskólans Berg frá Kvenfélaginu í Kjósarhreppi

Við vorum svo heppin hér á Bergi að Kvenfélagið í Kjósinni færði okkur veglega gjöf 🙂 Þetta eru kubbar frá Krumma sem nýtast sérstaklega vel fyrir yngstu börnin. Kubbarnir bjóða uppá ýmsa möguleika sem styrkir líkamlegan þroska þeirra og ýtir undir sköpunargáfu barnanna. Við þökkum af öllu hjarta fyrir þessa veglegu gjöf.