Skip to content

Keppst við að læra!

Verðandi útskriftarnemendur okkar söfnuðu áheitum til að læra í heilan sólarhring í svokölluðu námsmaraþoni. Þau mættu að morgni föstudags í skólann eins og vera ber og vöktu svo fram til laugardagmorguns og lærðu með tilheyrandi matarhléum og ,,frítíma“. Stundum var námið brotið upp með hópefli og skemmtilegheitum og svo skreyttu þau bol sem verður mögulega liðstreyjurnar þeirra í árlega fótboltaleiknum og reiptoginu við starfsmenn skólans . Margir hétu á þau og hjálpar sú upphæð þeim að kosta útskriftarferðina sína.