Skip to content

Skíðaferð í Grafarvog – 2. og 3. bekkur 

Skíðað á skólatíma með 2. bekk er tilraunaverkefni á skóla- og frístundasviði í umsjón Miðstöðvar útivistar og útináms, Gufunesbæ. Verkefnið er samstarfsverkefni MÚÚ, Skíðasvæðanna í borginni og þeirra grunnskóla í Reykjavík sem vilja taka þátt. 

Markmið verkefnisins er að: 

  • gefa nemendum í 2. bekk tækifæri til að prófa skíði 
  • fá reynslu í móttöku skólahópa á skíðasvæðin í borginni með áherslu á þjónustu við byrjendur 
  • fá endurgjöf frá nemendum, kennurum og foreldrum. 

Við í 2. og 3. bekk ákváðum að taka þátt í þessu spennandi verkefni og skelltum okkur á skíðasvæðið í Grafarvogi í vikunni sem leið. Þetta var virkilega skemmtileg stund og mikil upplifun fyrir alla, því ekkert þeirra hafði komið á skíði áður. 

Þau fengu mjög góða kennslu í undirstöðuatriðum skíðaíþróttarinnar í byrjun og fóru rólega af stað en að því loknu voru þau aðstoðuð við að fara upp í skíðalyftunni og fengu að renna sér margar ferðir niður aðalbrekkuna. 

Allir skemmtu sér konunglega, nokkrir þurftu þó að yfirstíga svolitla hræðslu eða óöryggi, en enginn gafst þó upp. Þetta frábæra verkefni hefur alveg örugglega kveikt skíðaáhuga hjá mörgum þeirra og þökkum við kærlega fyrir okkur.