Skip to content

Þeir eru stórhuga…!

Jólamatnum voru gerð góð skil í föstudagshádeginu, þegar starfsfólk Klébergsskóla þjónaði nemendur til borðs á árlegum jólamat í skólanum. Hangikjötið, hinn þjóðlegi réttur borinn fram með kartöflum, uppstúf, grænum baunum, rauðkáli og ,,Waldorfs-salati“ rann út og rann niður með jólaölinu maltöli og appelsíni. Vanilluís í eftirrétt með tilheyrandi sósum, klikkaði ekki. Sigrún Rúnarsdóttir spilaði nokkur lög með matnum eftir að 5. bekkurinn hafði lokið að flytja jólasveinaljóð um hvern nemanda 10. bekkjarins  sem náði ekki upp í fjöldatölur þeirra sveina sem oft er talað um, en það kemur ekki að sök því að ,,þeir eru stórhuga“.