Skip to content

Jólakveðja

Leikskólinn Berg verður opinn út Þorláksmessu, en fyrir þau börn sem hafa verið skráð er opið milli jóla og nýárs (þau börn sem eru skráð í fríi 27.-30. desember fá niðurfellingu leikskólagjalda þann tíma), en lokað verður á aðfangadag og fram yfir annan í jólum. Leikskólinn starfar svo óbreytt frá 2. janúar á nýju ári.

Kátakot verður opið með lengda viðveru frá 20. desember-2. janúar, fyrir þau börn sem þegar hafa verið skráð (búið er að loka fyrir skráningu). Lokað verður á annan í jólum. Þann 3. janúar hefst skólastarf á nýju ári og Kátakot í takti við það.

Klébergsskóli verður í jólafríi frá 20. desember til og með 2. janúar. Skólastarf hefst aftur á nýju ári 3. janúar samkvæmt stundatöflu.

Félagsmiðstöðin Flógyn verður með félagsstarf 19. desember (búið að fella niður vegna veðurs), 22. desember og 2. janúar fyrir 5.-7. bekk kl. 17:-18:45 og fyrir 8.-10. bekk kl. 19:00-21:45. Lokað verður milli jóla og nýárs.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Stjórnendur á Klébergi.