Bæjarferð yngsta stigs

Nemendur á yngsta stigi ásamt elstu börnum leikskólans, brugðu fyrir sig ,,betri fætinum“ í síðastliðinni viku og fóru í bæjarferð á leiksýningu með ,,nesti og nýja skó“, eða kannski var það bara nesti 😉 . Leiksýningin var í Hallgrímskirkju og fengu þau einnig leiðsögn um kirkjuna og sögu hennar. Eftir sýninguna var farin ,,bæjarferð“ að skoða skreytingarnar í miðbænum, þar á meðal ,,jólaköttinn“.