Skip to content

Bókagjafir til Klébergsskóla

Klébergsskóla hafa borist veglegar bókagjafir undanfarna daga.

Osló vinaborg Reykjavíkur sendi hverjum skóla borgarinnar 4 bækur , bæði á norsku og íslensku og þökkum við gjafirnar og hlýhuginn.

Svo fengum við safn allra Íslendinga sagna að gjöf í 5 bindum í viðhafnarútgáfu í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands (1918-2018). Verndari útgáfunnar er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, en gjöfin er frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum sem voru bakhjarlar þjóðargjafarinnar og þökkum við þeim öllum þessa veglegu gjöf til þjóðarinnar allrar.

Bókagjöf frá Osló vinaborg Reykjavíkur

Bakhjarlar þjóðargjafar – allra íslendingasagna 2022