Skip to content

Íslenski fáninn dreginn að húni í tilefni dagsins!

Í dag 1. desember 2022 fögnum við fullveldi Íslendinga í 105. sinn og drögum íslenska fánann að húni, en hann var fyrst dreginn að húni 1. desember árið 1918, þegar Íslendingar fengu fullveldi frá Dönum og réðu sínum málum sjálfir, heyrandi enn undir dönsku krúnuna. Í Klébergsskóla drógum við að sjálfsögðu fánann að húni enda opinber fánadagur, með forsetatilskipun frá árinu 1944 .

Við hófum líka morgunsönginn okkar eins og vani er í desember og sungum jólalög í upphafi skóladags. Ekki nóg með það heldur var sjávargangan sameiginleg að þessu sinni með íslenska fánann í öndvegi.