Skip to content

Útikennsla á miðstigi

Á mánudag fóru 4. og 5. bekkur í heimsókn í Lundinn í Gufunesbæ þar sem Miðstöð útikennslu og útináms er. Krakkarnir fóru í skemmtilegan jólaratleik og grilluðu brauð yfir opnum eldi. Að lokum fengu þau að leika sér á svæðinu sem býður upp á marga fjölbreyttar leiðir til afþreyingar. Veðrið lék við krakkana þó svo að það væri kalt og skemmtu sér allir konunglega.