Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaunin eru nú veitt í sextánda sinn í tilefni af degi íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur árlega, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember. Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu og töluðu og rituðu máli. Verlaunin voru afhend í Norðurljósasal Hörpu tónlistarhúsi.
Þeir nemendur í Klébergsskóla sem hlutu verðlaun eru:
Karítas Maísól Frantzdóttir fyrir eljusemi, þrautsegju, ríkulegan orðaforða og mikla frásagnargleði og frumleika í rituðu máli.
Dagbjört Freyja Gígja fyrir góðan lesskilning, samviskusemi og metnað og sjálfstæði í skapandi ritunarverkefnum.
Jónmundur Atli Bjarnason fyrir ríkulegan orðaforða, orðskilning og tilfinningu fyrir starfsetningu. Sýnir mikla hæfileika í framsögn og ritun.
Við óskum þeim innilega til hamingju og vonum að þetta verði þeim hvatning til áframhaldandi góðra verka.