Skip to content

Ó, guð vors lands!

…sungu börnin í Klébergsskóla af krafti á Degi íslenskrar tungu í lokastund þemavinnu í tilefni dagsins.

Hluti þemavinnunnar var að læra nýja skólasönginn á Klébergi e. Sigþór Magnússon fyrrum skólastjóra og smíðakennara í Klébergsskóla við lag Sveinbjörns Grétarssonar (Greifa), Kvæðið um fuglana e. Davíð Stefánsson við lag Atla Heimis Sveinssonar og Íslenskuljóðið e. Þórarinn Eldjárn, við sama lag og svo íslenska þjóðsönginn Ó, Guð vors lands e. Matthías Jochumsson við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Börnin sungu af krafti við undirleik Andra okkar Eyvindssonar, en hann kennir bæði tónmennt, gítarleik og söng.