Þemakynning og kaffihús

Í tilefni þemadaga buðu nemendur gestum sínum í skoðunarferð um skólann sinn í dag. Í matsalnum hafði verið sett upp ,,standandi“ kaffihús með kleinum og kruðeríi og fengu gestir ,,Vegabréf“ svo þeir rötuðu um skólann þar sem nemendur og gestir gátu skoðað verkefni þemavinnunnar og fundið staf á hverri ,,stöð“ fyrir lausnarorð á vegabréfinu.
Gestirnir voru margir og sumir fyrrverandi nemendur og starfsmenn.
Takk fyrir komuna!
Lausnarorðið var: Virðing, samvinna, metnaður <3