10. bekkur safnar fyrir útskriftarferð

Kökuborðið var yfirfullt í morgun þegar nemenda- og foreldraviðtölin í Klébergsskóla voru að hefjast. 10. bekkur var mættur með alls kyns bakkelsi og góðgæti til að selja öllum þeim sem komu og vilduversla af þeim. Það var af ýmsu að taka, súkkulaðihúðuð jarðaber, kókoskúlur, smákökur, bananabrauð, ostakökur og svo mætti lengi telja.
Þau náðu að selja allt saman þökk sé þeim foreldrum og starfsfólki sem keyptu allt góðgætið.