Skip to content

Mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn ásamt samstarfsfólki

Við fengum heimsókn í dag frá  herra Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra ásamt þremur af samstarfsfólki hans. Þetta var stutt innlit – óformleg heimsókn í tilefni af kjördæmaviku ráðherra. Hann  staldraði við hjá okkur í um klukkutíma.

Sigrún Anna og Brynhildur tóku á móti þeim með stuttri kynningu í salnum og náðu þau að hitta krakkana lítilega í morgunmatnum.

Sigrún Rúnarsdóttir nemandi í 9. bekk spilaði stutt tóndæmi fyrir þau þegar þau litu inn í Tónlistarskólann á Klébergi og svo kíktu þau við  á kaffistofunni. Ásmundi var færð bók að gjöf, Kjalnesingasögu og svo héldu þau sína leið í fleiri heimsóknir.

Við þökkum herra Ásmundi Daða Einarssyni mennta- og barnamálaráðherra og samstarfsfólki hans fyrir innlitið og biðjum þeim velfarnaðar í starfi.