Skip to content

Ólympíuhlaup í blíðaveðri

Nemendur Klébergsskóla ásamt nokkrum starfsmönnum hlupu hið árlega Ólympíuhlaup í ár. Veðrið lék við mannskapinn og fóru fleiri en færri 10 km. Nokkrir nemendur á miðstigi hlupu 12,5 km þeir Stefán, Brynjar og Alfreð, nokkrir á unglingastigi fóru 17,5 km, þeir Bjarki Mathias og Dmitri og  kom hann í mark langt á undan þeim sem reyndu við sömu vegalengd og þó skemmra væri, en takmarkið var 10 km og skemmst 5km.  Almenn þátttaka var góð og gekk þetta allt slysalaust, að heita má.