Skip to content

Þemavinna á miðstigi

Við nemendur í 4.-7. bekk höfum verið að læra um geitunga í þema og lukum þeirri vinnu í lok síðustu viku. Við vorum svo heppin að okkur áskotnaðist geitungabú á stærð við lítinn fótbolta og gátum því rannsakað það vel og byggingagerð þess að utan sem innan ásamt því að skoða íbúa þess í smásjá. Við unnum síðan ýmis verkefni í hringekju tengd geitungum og afraksturinn var ótrúlegur eins og sést á myndunum“.

Njótið!