Yngsta stig í ánamaðkaþema

Í góða veðrinu í dag, 6. september, byrjuðum við á nýju þema sem fjallar um ánamaðka. Við fórum í útikennslustofuna og lásum um þá. Síðan fórum við að leita, fundum tvo, en einnig nokkra snigla. Enduðum svo á því að fara upp í skóla að skoða fjársjóðinn í smásjá. Eftir það skiluðum við þeim aftur í sitt náttúrulega umhverfi.