Skip to content

Vertu sæll og blessaður Sigþór!

Nú er löngu starfi Sigþórs Magnússonar í kennarastarfinu lokið. Hann kom reyndar fyrst í Klébergsskóla 1989 sem skólastjóri og starfaði hér til ársins 2004 þegar hann fór yfir í Breiðholtsskóla sem skólastjóri. Hann kom svo aftur hingað í smíðakennslu í hlutastarfi árið 2017 þegar hann komst á aldur í skólastjórninni og lýkur nú störfum í þann mund sem hann fyllir 7-unda tuginn. Við þökkum Sigþóri vel unnin störf og biðjum honum velfarnaðar í framtíðinni.