Skip to content

Esjuganga – Blikdalur – Smáþúfur

Nemendur Klébergsskóla fóru í gönguferð á Esjuna í dag með nesti í farteskinu. Yngsta stigið fór að skógræktinni við Mógilsá en unglingastigið og miðstigið gengu Blikdalinn upp á Smáþúfur. Það var heldur blautt, en lyngt og litirnir engu líkir.