Vortónleikar

Á miðvikudaginn sem leið voru vortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi. Nær allir nemendur tónlistarskólans tóku þátt og spiluðu að a.m.k. eitt af þeim verkum sem þau hafa verið að vinna að í vetur. Við þökkum nemendum tónlistarskólans framlag þeirra til tónleikanna sem og tónlistarkennurunum. Starfi tónlistarskólans er þar með formlega lokið þetta skólaárið.