Stórleikur hjá unglingadeildinni

Nemendur unglingadeildarinnar sýndu í dag afrakstur vinnu úr Laxdælu. Þau útbjuggu stuttmyndir, leikrit og útvarpsleikrit um Laxdælu og færðu í nútímabúning og má segja að það hafi verið stórleikur hjá nokkrum nemendanna. Verkefnin voru metnaðarfull og skemmtileg og talsvert lagt í sviðsmyndina. Við þökkum nemendum unglingadeildarinnar fyrir mjög skemmtilega framsetningu og áhugaverða.