Skip to content

Stelpur og tækni

Stelpurnar í 9. bekk heimsóttu á dögunum Háskólann í Reykjavík þar sem þær tóku þátt í verkefninu Stelpur og tækni. Markmið þessa verkefnis er að vekja áhuga stelpna á námi og störfum tengdum tæknigreinum, brjóta niður staðalímyndir sem og að sýna þeim fram á fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. Stelpurnar tóku þátt í vinnusmiðju þar sem þær fengu kynningu á tæki sem hjálpar til við að greina hálsáverka og svo fóru þær í heimsókn í tæknifyrirtækið SENSA.