Skip to content

,,Ég var ekkert veik“

Árshátíð Klébergsskóla fyrir 1.-7. bekk var haldin í gær og að þessu sinni máttu allir koma og var húsfyllir. Nemendur kunnu að meta að hafa áhorfendur og áhorfendur kunnu að meta það sem nemendur höfðu fram að færa bæði í leiksýningum, söng, dansi og hljóðfæraleik. Kaffi, kökur og kruðerí var svo borið fram að lokinni sýningu og var gaman að geta spjallað og notið samfélags við samferðafólk. Þess má geta að árshátíðin var tekin upp á myndband . Eftir að búið er að vinna myndbandið verður foreldrum sendur tengill að myndbandinu en meðfylgjandi þessari klausu eru nokkrar myndir af hátíðinni.