7. bekkur í skólabúðum

7. bekkur hefur dvalið í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði síðan á mánudag, með einum skóla úr Reykjavík og fimm litlum skólum af Norðurlandi eystra. Þau munu svo sannarlega koma heim með dýrmæta inneign í reynslubankanum sínum, því þar hafa þau öðlast meira sjálfstæði, eignast nýja vini og skapað skemmtilegar minningar, en einnig tengst sterkari vinaböndum sem bekkur. Þetta eru stór þroskaskref og kennarar segja oft að þau fari að Reykjum sem krakkar en komi til baka sem unglingar.
Þau hafa líka þurft að fara eftir skýrum reglum skólabúðanna og fylgja stundaskrá þar sem þau fara í hópatíma eins og t.d. náttúrufræði og sögu, íþróttir og sund, byggðasafn, stöðvaleik, undraheim, en þau hafa líka fengið frjálsan tíma inn á milli. Á hverju kvöldi hafa verið kvöldvökur nema því síðasta en þá var kveðjustund og skólabúðadiskó, þar sem var mikið fjör og mikið dansað.