Skip to content

Undanúrslit Upplestrarkeppninnar

Upplestrarkeppnin, sem nemendur í 7. bekk hafa verið að æfa sig fyrir undanfarið, var haldin í morgun að viðstöddum nemendum á miðstigi. 

Dómnefndin tók sér góðan tíma eftir keppnina til að velja bestu lesarana, mjög erfitt var að velja á milli stelpnanna, þær voru allar frambærilegar og augljóst að þær höfðu æft sig og tóku þetta alvarlega. Á meðan dómnefndin, þær Sandra og Unnur, var að störfum fengu allir þátttakendur, ásamt áhorfendum, frostpinna.  

Þeir nemendur sem valdir voru sem aðalmenn eru, í stafrófsröð: Matthildur Sóley Eggertsdóttir og Selma Karen Yildis. Sem varamaður var valin Henrietta Palfi.  

Þessir nemendur munu svo taka þátt í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem verður haldin mánudaginn 14. mars nk. kl. 16:00 – 18:00 í Grafarvogskirkju. 

Við óskum þessum efnilegu upplesurum innilega til hamingju og erum viss um að þær verði skólanum sínum til sóma á Lokahátíðinni.