Skip to content

Stafræn gróska

Nú í desember síðastliðnum fengu nemendur unglingadeildarinnar úthlutuðum Chromebook-tölvum þannig að hver nemandi er nú með sína eigin tölvu að láni frá skólanum. Þessi tölvuvæðing er hluti af átaki í borginni sem kallast Stafræn gróska en hægt er að kynna sér það átak betur inn á gskolar.is en þar er að finna upplýsingar fyrir bæði foreldra og nemendur.

Auðvitað sökktum við okkur beint í að nota tækin en það verður spennandi að læra betur á þau og nýta á skapandi hátt í skólastarfinu okkar í vetur.