Skip to content

Jólasöngurinn hófst í gær

Búið er að skreyta jólatréð, jólaseríur komnar í glugga og nú er jólasöngurinn hafinn eins og hefð er fyrir í Klébergsskóla í desember. Tekið er vel undir, í upphafssöngnum ,,Snæfinnur snjókarl…“ og svo er sungið milt og blítt ,,…þeir sungu hallelúja með hátíðarbrag, nú hlotnast Guðsbörnunum friður í dag…“