Skip to content

Dagur íslenskrar tungu – upprennandi hagyrðingar í 7. bekk

Það var fámennt en góðmennt í 7. bekk í gær, á degi íslenskrar tungu. Fyrstu fjórar kennslustundir dagsins fóru í það að fjalla um Stóru upplestrarkeppnina og síðan vinna með málshætti og ferskeytlur. Fyrst röðuðu þau stökum orðum í málshætti eins og sjá má á myndunum og eftir það fengu þau ferskeytluverkefni, en það fólst í því að klippa út og raða stökum orðum í vísu (ferskeytlu) með þeim reglum sem um þær gilda.

Þau lærðu orð eins og hrynjandi, braglínur, ljóðstafir, (stuðlar og höfuðstafir) ofstuðlun, runurím, víxlrím, kveður, tvíliðir og stúfar. Við höfðum mjög gaman að þessu og þau áttu ekki í miklum vandræðum með verkefnin, þó þau hafi haldið annað í upphafi. Sum enduðu meira að segja á því að botna fyrriparta, með smá leiðsögn. Efnilegir hagyrðingar hér á ferð.