Skólablakmót 2021

Þriðjudaginn 19. október var skólablakmót haldið í ÍR heimilinu í Breiðholti fyrir nemendur í 4. – 6. bekk. Fimm nemendur skráðu sig til leiks fyrir hönd Klébergsskóla en það voru þau Dagbjört, Kacper, Lilly, Sandra og Svandís sem öll eru í 6. bekk.
Í upphafi fengu krakkarnir að æfa sig og hita upp með blakboltum og svo hófst keppnin þar sem að hvert lið spilaði tíu leiki og skráði niður stig sín eftir hvern leik.
Þetta var frábær skemmtun og stóðu nemendur okkar sig með prýði. Vonandi verða enn fleiri sem að vilja taka þátt á næsta ári 😊