Skip to content

Opið hús!

Fimmtudaginn 21. október verður opið hús í Klébergsskóla frá kl. 8:15-8:55. Þar verður til sýnis á veggjum skólans afrakstur þemavinnu nemenda varðandi grænfánaviðfangsefnið okkar sem er HNATTRÆNT JAFNRÉTTI. Nemendur eru leiðsögumenn foreldra sinna, opið verður inn í allar kennslustofur en verkefni nemenda hanga uppi á veggjum vítt og breytt um skólann.

Allir foreldrar og aðrir áhugasamir eru velkomnir í heimsókn. Við erum spennt að bjóða gestum í húsið og biðjum alla gesti að spritta hendur við innganginn og vera með grímu, þrátt fyrir almenna afléttingu grímuskyldu í samfélaginu.

Hlökkum til að taka á móti ykkur!

Nemendur og starfsfólk Klébergsskóla