Skip to content

Kökusala og foreldraviðtöl

Nemendur 10. bekkjar klikkuðu ekki á kökusölunni loksins þegar slíkt má aftur. Ýmsar krásir eru í boði og ýmislegt forvitnilegt og girnilegt. Þau standa nú sveitt að afgreiða foreldra og starfsfólk og krásirnar renna út. Afrakstur sölunnar fer upp í ferðasjóð þeirra þegar þau útskrifast í vor.