Aðalfundur foreldrafélagsins 11. október 2021
Kæru foreldrar barna í Klébergsskóla
Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn í tónlistarstofu Klébergsskóla kl. 17:15 mánudaginn 11. október 2021.
Á dagskrá eru venjuleg aðafundarstörf:
Skýrsla stjórnar
Reikningar
Ákvörðun félagsgjalds
Kosning stjórnarmanna foreldrafélagsins
Kosning skoðunarmanna reikninga
Kosning fulltrúa í skólaráð
Verkefni foreldrafélagsins yfir skólaárið rædd
Önnur mál
Nú þegar hafa foreldrar gefið kost á sér til að starfa í stjórn, það er ánægjuleg byrjun á vetrarstarfinu.
Opið hús verður í félagsmiðstöðinni Flógyn frá kl. 17 og eru foreldrar hvattir til að kíkja við þar fyrir fundinn.
Hlökkum til að sjá ykkur,
Sigrún Anna og stjórn foreldrafélags Klébergsskóla