Skip to content

Sílaveiðiferð

Nemendur í 4. – 7. bekk voru í þessari viku að læra ýmislegt um hornsíli. Viðfangsefnin voru af ýmsum toga, t.d. teiknuðu þau skýringamynd af hornsíli, gerðu hugtakakort um það og unnu ritun út frá því.

Í gær var svo hápunktur þemans en þá fóru þau í vettvangsferð í sílalækinn. Markmiðið var að veiða nokkur síli og skoða þau betur með stækkunargleri. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikið um að vera og allir undu glaðir við þetta verkefni allt til skólaloka í gær.