Skip to content

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs 2021

Í ár hlaut Elmar Darri Ríkarðsson Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur 2021, af nemendum Klébergsskóla. Verðlaunin hlýtur hann fyrir að hafa tekið miklum framförum í námi og sjálfstæðum vinnubrögðum undanfarin tvö ár. Elmar Darri sinnir öllum verkefnum af áhuga og metnaði, líka þeim verkefnum sem eru tímafrek og krefjandi. Elmar er mjög samviskusamur og jákvæður gagnvart náminu, samnemendum og skólanum almennt.

Við óskum Elmari Darra innilega til hamingju.