Skip to content

Skólaslit og útskrift

Skólaslit Klébergsskóla verða óhefðbundin þetta vorið eins og síðastliðið vor. Þrátt fyrir að höft almannavarna á samkomur hafi verið rýmkuð er okkur ráðlagt að halda ekki samkomur þar sem erfitt er að tryggja fjarlægð á milli fólks.
Nemendur verða kvaddir hátíðlega 9. júní með grillveislu. 10. júní munu síðan umsjónarkennarar hringja í foreldra nemenda í 1. – 9. bekk og eiga við þá samtal um námsmatið. Ef þið hafið óskir varðandi tímasetningu símtalsins 10. júní eða við hvort foreldrið verður rætt biðjum við ykkur að láta umsjónarkennara vita.

10. júní er því ekki skóladagur fyrir nemendur fyrir utan útskrift nemenda í 10. bekk kl. 16:00. Þennan dag er starfsdagur í Kátakoti en svo hefst sumarfrístundin fyrir 1. – 4. bekk föstudaginn 11. júní.

Nú verður námsmat nemenda eingöngu birt í Mentor, engin hefðbundin einkunnablöð verða afhent. Kennarar eru að leggja lokahönd á námsmatið og verður opnað fyrir aðgang nemenda og foreldra þriðjudaginn 8. júní. Foreldrar eru hvattir til að skoða námsmatið með börnum sínum þegar þar að kemur. Við munum senda leiðbeiningar um hvernig lesið er úr námsmatinu í Mentor og útskýringar á námsframvindu um leið og við opnum fyrir aðganginn.

Skólastjórnendur