Skip to content

6. og 7. bekkur græða landið

Skólinn fékk úthlutað nokkrum trjáplöntum úr Yrkjusjóði og héldu nemendur í 6. og 7. bekk af stað í gær til að gróðursetja þær. Áður höfðu þau fengið fræðslu á vef Yrkjusjóðs um hvernig þau ættu að bera sig að.

Yrkja – sjóður æskunnar til ræktunar landsins hefur það að markmiði að kaupa trjáplöntur fyrir grunnskólanemendur á hverju ári svo þeir kynnist mikilvægi skógræktar og ræktunar almennt og ala þannig upp ræktendur framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á heimsíðu hans www.yrkja.is

Skemmst er frá því að segja að þau voru í tvær kennslustundir samfellt að gróðursetja þær trjáplöntur sem þau fengu úthlutað í ár og gerðu allir sér grein fyrir mikilvægi þessa verkefnis. Þeir sem ekki voru að gróðursetja léku sér í og við lækinn á meðan og nutu sín vel í góða veðrinu. Fengu þau þær ráðleggingar að muna oft eftir plöntunum sínum og vökva þær og hlúa að eins oft og þau geta.