Skip to content

Ljúfir tónar í vorblíðunni

Vortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi fóru fram í aðalsal Klébergsskóla í gær. Flestir nemendur skólans fluttu tónverk ýmist einir síns liðs, með kennara eða samnemendum. Þar kenndi ýmissa grasa og gátu foreldrar loksins fengið að koma og njóta afraksturs barna sinna í tónlistarskólanum.