Skip to content

,,Rólegur, þú mátt byrja á að bjóða mér á kaffihús!“

Nemendur 1.-7. bekkja voru með generalprufu í gær fyrir árshátíðina sem vera átti í dag. Eins og alkunna er orðið varð ekki úr henni, en nokkrar myndir náðust af prufunni sem við sýnum hér.  Sýnum aðgætni og virðum sóttvarnareglur og leggjum okkar að mörkum í baráttunni gegn vágestinum.  Vonandi við getum öll hist aftur strax eftir páskafrí, þriðjudaginn 6. apríl.

Við óskum nemendum og starfsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar.

Skólastjórnendur