Skip to content

Jöklaferð unglingastigs vel heppnuð

Dagana 11. og 12. mars fór unglingastigið í  mjög vel heppnaða jöklaferð á vegum Midgard adventure. Við fengum stórkostlegt veður, logn og sól. Við gengum upp á Sólheimajökul og kíktum svo á Skógarfoss og Seljalandsfoss á leiðinni til baka á hótelið. Þar fengum við að borða og nemendaráðið stóð fyrir frábærri kvöldvöku sem endaði með pottaferð. Daginn eftir fengu nemendur að spreyta sig í klifri í klifurvegg og enduðu á því að fara í sund á Hvolsvelli áður en haldið var heim á leið.